BACKGROUND

Angeli Novi entrance sign

English

You Can’t Stand in the Way of Progress was exhibited in the Museum of Living Art, Reykjavik, September 29 - December 2, 2012. Soundscapes were made in collaboration with Örn Karlsson.

The installation consisted of audio, video and sculptural pieces. At the heart of the exhibition was a film of the same title as the show. The 20 minute long film, in English and Icelandic, was filmed during 2012 in Greece and Iceland. Around 30 people were willingly buried alive (up to their necks) during the film's making.

Angeli Novi aim to create a kind of a kaleidoscopic time machine, examining the plight of generations which, one after the other, become tools and puppets of economic and historical structures. Focusing on the personal experience of life under capitalism, Angeli Novi expose some of the ideological backdrops of these structures, the variously substance-drained core values of occidental culture, as well as the ever recurring doctrines and mantras that power uses to prop itself up.


Paul Klee - Angelus Novus

IX

My wing is ready to fly

I would rather turn back

For had I stayed mortal time

I would have had little luck.

– Gerhard Scholem, “Angelic Greetings”

There is a painting by Klee called Angelus Novus. An angel is depicted there who looks as though he were about to distance himself from something which he is staring at. His eyes are opened wide, his mouth stands open and his wings are outstretched. The Angel of History must look just so. His face is turned towards the past. Where we see the appearance of a chain of events, he sees one single catastrophe, which unceasingly piles rubble on top of rubble and hurls it before his feet. He would like to pause for a moment so fair [verweilen: a reference to Goethe’s Faust], to awaken the dead and to piece together what has been smashed. But a storm is blowing from Paradise, it has caught itself up in his wings and is so strong that the Angel can no longer close them. The storm drives him irresistibly into the future, to which his back is turned, while the rubble-heap before him grows sky-high. That which we call progress, is this storm.

XV

The consciousness of exploding the continuum of history is peculiar to the revolutionary classes in the moment of their action. The Great Revolution introduced a new calendar. The day on which the calendar started functioned as a historical time-lapse camera. And it is fundamentally the same day which, in the shape of holidays and memorials, always returns. The calendar does not therefore count time like clocks. They are monuments of a historical awareness, of which there has not seemed to be the slightest trace for a hundred years. Yet in the July Revolution an incident took place which did justice to this consciousness. During the evening of the first skirmishes, it turned out that the clock-towers were shot at independently and simultaneously in several places in Paris. An eyewitness who may have owed his inspiration to the rhyme wrote at that moment:

Qui le croirait! on dit,  

qu’irrités contre l’heure  

De nouveaux Josués  

au pied de chaque tour, 

Tiraient sur les cadrans  

pour arrêter le jour.  

.

[Who would’ve thought! As though

Angered by time’s way

The new Joshuas

Beneath each tower, they say

Fired at the dials

To stop the day.]

*

Walter Benjamin - On the Concept of History

Translation: Dennis Redmond


Íslenska

Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum var sýnd í Nýlistasafninu 29. september - 2. desember 2012. Hljóðmyndir voru eftir Örn Karlsson, unnar í samvinnu við Angeli Novi.

Sýningin samanstóð af kvikmyndum, innsetningu, hljóðverkum og skúlptúrum en þungamiðjan var um tuttugu mínútna kvikmynd sem ber sama heiti og sýningin. Kvikmyndin var tekin árið 2012 í Grikklandi og á Íslandi og er bæði á ensku og íslensku. Við gerð myndarinnar voru um þrjátíu manns á öllum aldri og af mörgum þjóðernum kviksett upp að höku af fúsum og frjálsum vilja.

Angeli Novi stefna að því að skapa einskonar kaleidóskópíska tímavél þar sem rýnt er í ýmsa fleti á hlutskipti kynslóða sem, hver á fætur annarri, verða að verkfærum og leiksoppum efnahagslegra og sögulegra bákna. Með fókusinn á persónulegri reynslu af lífi undir kapítalisma, afhjúpa Angeli Novi hugmyndafræðilegar stoðir þessara bákna, mismunandi og merkingartæmd grunngildi vestrænnar menningar, sem og kreddur þær og þulur sem valdið tönnlast á sjálfu sér til viðhalds.


IX

Með þanda vængi vildi ég


vísast aftur snúa, 


og myndi,

þótt mér lánist líf,


við litla gæfu búa.


Gerhard Scholem: Kveðja frá Angelus

Til er mynd eftir Klee, sem heitir Angelus Novus. Á henni getur að líta engil, sem virðist í þann veginn að fara burt frá einhverju sem hann starir á. Augun eru glennt upp, munnurinn opinn og vængirnir þandir. Þannig hlýtur engill sögunnar að líta út. Hann snýr andliti sínu að fortíðinni. Þar sem okkur birtist keðja atburða sér hann eitt allsherjar hörmungarslys sem hleður án afláts rústum á rústir ofan og slengir þeim fram fyrir fætur honum. Helst vildi hann staldra við, vekja hina dauðu og setja saman það sem sundrast hefur. En frá Paradís berst stormur, sem tekur í vængi hans af þvílíkum krafti að engillinn getur ekki lengur dregið þá að sér. Þessi stormur hrekur hann viðstöðulaust inn í framtíðina, sem hann snýr baki í, meðan rústirnar hrannast upp fyrir framan hann allt til himins. Það sem við nefnum framfarir er þessi stormur.

XV

Vitundin um að brjóta upp samfellu sögunnar er byltingarstéttum eiginleg á því augnabliki sem þær láta til skarar skríða. Franska byltingin tók nýtt tímatal í notkun. Fyrsti dagurinn í hverju dagatali gegnir því hlutverki að draga saman tíma sögunnar. Og að grunni til er það alltaf sami dagurinn sem snýr aftur í formi hátíðisdaga, sem eru minningardagar. Dagatölin telja sem sagt tímann ekki á sama hátt og klukkur gera. Þau bera vitni söguvitund sem virðist hafa horfið sporlaust úr Evrópu fyrir um hundrað árum. Strax í Júlíbyltingunni átti sér stað atvik þar sem þessi vitund fékk að njóta sín. Þegar fyrsti dagur átakanna var að kvöldi kominn, kom í ljós að skotið hafði verið á turnklukkur víða um París á sama tíma án þess að nein tengsl hafi verið þar á milli. Sjónarvottur nokkur, sem ef til vill á það ríminu að þakka að hafa komist í guðatölu, orti þá:


Qui le croirait! on dit,

qu'irrités contre l'heure


De nouveaux Josués,

au pied de chaque tour,


Tiraient sur les cadrans

pour arrêter le jour.

.

[Hver hefði trúað því!

Sagt er, að hinir nýju Jósúar,

með ólund út í tímann,

hafi staðið við hvern turn

og skotið á klukkuskífurnar

til þess að kyrrsetja daginn.]

*

Walter Benjamin - Um söguhugtakið

Þýðing: Guðsteinn Bjarnason