English


Angeli Novi was a collaboration formed in 2009 between Steinunn Gunnlaugsdóttir and Ólafur Páll Sigurðsson.

'You Can't Stand in the Way of Progress' was exhibited in 2012 at The Museum of Living Art (Nýlistasafnið), Reykjavik.


STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR was born in Reykjavík in 1983. She received her BA degree from the Icelandic Academy of the Arts in 2008. Gunnlaugsdóttir uses diverse media and has exhibited her works in conventional as well as unconventional spaces. An exposing and at times humorous view of society characterizes her works. Among Gunnlaugsdóttir's most recent works are Thou Shalt Not – Woman of the Year, shown in the Akureyri Art Museum, 2012; The Great Escape with Katrín Ólafsdóttir, shown in the 111 exhibition space in Berlin, 2011; and It's Fun to Attack Parliament with the intrum justicia collective at the Sequences Art Festival in Reykjavík, 2011. Gunnlaugsdóttir frequently collaborates with other artists, academics and political activists. She has also been an active graffiti artist during her practise. Documentations of her graffiti have been presented in international books, magazines and websites on graffiti.

Alongside her artistic practice, Gunnlaugsdóttir has been involved in political activism. In 2003 she went to Palestine where she worked with both Israelis and Palestinians fighting against the Israeli state occupation of Palestine. In 2006 she took part in one of the action camps organized by environmentalist network Saving Iceland against the ALCOA aluminium corporation and the construction of the Kárahnjúkar dams in Iceland's eastern highlands. She has since then taken an active part in the struggle against the destruction of Iceland's wilderness. During the winter of 2008 and 2009 she participated in a number of protests and performances related to the collapse of Iceland's economy, and in April 2009 she was involved in the political squatting at Vatnsstígur in the centre of Reykjavík. She was also one of the so-called Reykjavík Nine, nine individuals who were brought to court by the Icelandic State in 2010, accused of 'attacking' Iceland's parliament during a protest in December 2008. The nine faced imprisonment from one year up to a lifetime but were eventually all acquitted of the main charges.


HEART OF STEEL - Written and Directed by Ólafur Páll Sigurðsson.


ÓLAFUR PÁLL SIGURDSSON. A poet, activist, filmmaker and literary scholar, Sigurdsson holds a MA degree in film directing, and another MA degree in screenwriting and screenresearch. He has written, directed and produced a number of short films in the UK and in Iceland. Fried Swans, a book of poetry, was published in 1989 and The Muzzled Tongue Case in 1983. Since the mid-1970's Sigurdsson created text and audio cut-ups, loops and noise works and performed in Reykjavík throughout the 1980's. He has written a number of screenplays for both features and short films, and several screenplays in collaboration, amongst others, with author Guðbergur Bergsson, including the feature length screenplay Sick Soul, which was published as a novel by Bergsson (Hin eilífa þrá, 2012.)

Sigurdsson founded the international direct action network Saving Iceland in 2004 to resist the destruction of Iceland's highlands for energy and aluminium production. He was largely responsible for introducing anti-capitalist/anti-nationalist standpoints into the struggle against heavy-industrialization in Iceland. In 2007, Sigurdsson organized, with the Saving Iceland network, an international conference in Iceland, titled Global Consequences of Heavy Industry and Large Dams and initiated links with other campaigns against the aluminium industry in India, South-Africa, Brazil and Trinidad and Tobago. He has played a key role in developing the Icelandic environmentalist's arguments against corporate and governmental green-washing with particular reference to the aluminium industry, the destructive impacts of large dams and the industrial exploitation of geothermal areas.


Íslenska


Angeli Novi var samstarfsverkefni Steinunnar Gunnlaugsdóttur og Ólafs Páls Sigurðssonar.

Einkasýning þeirra, Þú getur ekki staðið í vegi fyrir framförum, var í Nýlistasafninu árið 2012.


STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR fæddist í Reykjavík árið 1983. Hún hlaut B.A. gráðu frá myndlistabraut Listaháskóla Íslands vorið 2008. Á ferli sínum hefur hún unnið verk með blandaðri tækni sem sýnd hafa verið bæði á hefðbundnum og óhefðbundnum sýningarstöðum. Verk hennar einkennast af afhjúpandi og á köflum kómískri sýn á mannfélagið. Meðal nýlegra verka hennar eru Þú skalt ekki – Kona ársins sem var hluti af sýningunni Syntagma í Listasafni Akureyrar í maí 2012. Sumarið 2011 sýndi hún ásamt Katrínu Ólafsdóttur innsetninguna The Great Escape í sýningarrýminu 111 í Berlín. Það er gaman að ráðast á Alþingi gerði Steinunn sem hluti af hópnum intrum justicia en verkið var sýnt á listahátíðinni Sequences í Reykjavík vorið 2011. Steinunn vinnur gjarnan í samstarfi við aðra lista- og fræðimenn og pólitíska aðgerðasinna. Steinunn hefur einnig graffað í hátt á annan áratug og hafa ljósmyndir af verkum hennar birst í alþjóðlegum bókum, blöðum og vefsíðum um graffíti.

Steinunn hefur verið virk í pólitísku starfi samhliða listsköpun sinni. Árið 2003 ferðaðist hún til Palestínu þar sem hún starfaði með Ísraelum og Palestínumönnum sem unnu gegn hernámi Ísraelsríkis. Sumarið 2006 tók hún þátt í mótmælabúðum Saving Iceland gegn Kárahnjúkavirkjun og hefur beitt sér í náttúruverndarbaráttunni síðan. Árin 2008 og 2009 tók hún þátt í ýmiskonar uppákomum tengdu hinu svokallaða „Hruni“ og um vorið 2009 stóð hún ásamt fleirum fyrir pólitískri hústöku að Vatnstíg 4. Hún er ein af níumenningunum sem ríkisvaldið ákærði fyrir "árás á Alþingi" vegna mótmæla í þinghúsinu þann 8. desember 2008.


ÓLAFUR PÁLL SIGURÐSSON er bókmenntafræðingur að mennt auk þess sem hann er með mastersgráðu í kvikmyndaleikstjórn og aðra mastersgráðu í kvikmyndahandritum og heimildamyndagerð. Hann hefur fengist við skáldskap og unnið við kvikmyndagerð. Ljóðabókin Steiktir svanir kom út árið 1989 og klippisagan Múlbandamálið árið 1983. Frá því á seinni hluta áttunda áratugsins lagði hann stund á margvíslegar „cut-ups“ tilraunir með hljóð og texta, hljóðlúpur og „noise“ verk. Afraksturinn flutti hann við ýmis tækifæri á Íslandi á milli 1980 og 1990. Hann hefur skrifað, leikstýrt og framleitt fjölda stuttmynda, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Samhliða hefur hann skrifað fjölda handrita að leiknum stuttmyndum og myndum í fullri lengd, einnig í samstarfi við aðra, m.a. nokkur handrit með Guðbergi Bergssyni rithöfundi. Hlaut handrit þeirra Guðbergs, Sjúka sál, þróunarstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands árið 2001 og var gefið út af Guðbergi í skáldsöguformi árið 2012 (Hin eilífa þrá.) 


Ólafur Páll var meðstofnandi og framkvæmdastjóri Náttúruvaktarinnar auk þess sem hann stofnaði hin alþjóðlegu náttúruverndarsamtök Saving Iceland árið 2004 til að sporna við eyðileggingu íslenska hálendisins. Ólafur Páll átti frumkvæði að því að setja á oddinn félagslegar áherslur í baráttu náttúruverndarsinna á Íslandi auk þess að gera and-kapítalísk og and-þjóðernissinnuð sjónarmið að þungamiðju í baráttunni gegn stóriðjuvæðingu. Frá stofnun vefsíðunnar SavingIceland.org árið 2004 hefur hann skipulagt röð mótmælabúða á Íslandi. Hann hefur skipulagt fjölda annara mótmælaaðgerða, bæði á Íslandi og erlendis, námskeið í borgarlegri óhlýðni og kynningarfundi víðsvegar um Evrópu. Árið 2007 skipulagði Ólafur Páll, ásamt Saving Iceland samtökunum, tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu undir heitinu Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna og kom á laggirnar samstarfi við baráttufólk gegn áliðnaðinum í Indlandi, Suður-Afríku, Brasilíu og Trindad og Tobago. Hann hefur átt drjúgan þátt í að þróa og kynna röksemdafærslu stóriðjuandstæðinga gegn grænþvotti auðhringa og yfirvalda hvað varðar hnattræn áhrif áliðnaðar, skaðsemi stórstíflna og hömlulausa rányrkju á jarðvarma.